Eimskip kaupir Kalmar
Eimskip festi kaup á einum Kalmar DRF 450-60S5X gámalyftara og tveimur Kalmar TR618i dráttarklárum nú á dögunum. Verða þessi tæki í notkun hjá Eimskip í Sundahöfn og eru þau pöntuð með þarfir Eimskip í huga.
Eimskipafélag Íslands var stofnað þann 17. janúar 1914 og er elsta skipafélag á Íslandi. Félagið hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu, en í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim. Eimskip rekur skrifstofur í 15 löndum utan Íslands og hefur umboðsmenn í fjölmörgum löndum að auki.
Guðmundur Ágúst Aðalsteinsson
rekstrarstjóri Sundahafnar stóð fyrir kaupunum á þessum tækjum fyrir hönd Eimskipa. Helstu ástæður þess að Kalmar varð fyrir
valinu eru að Eimskip hefur mikla og góða reynslu af Kalmar lyfturum, reynslu sem spannar meira en áratug og rekstur á mörgum höfnum.
VB Vörumeðhöndlun óskar Eimskip til hamingju með kaupin á þessum tækjum!