Notaðir lyftarar fá nýtt líf frá framleiðanda
Jungheinrich braut blað í sögu lyftaraiðnaðarins með að verða fyrsti framleiðandi lyftara til þess að byggja fullkomna verksmiðju á síðasta ári, nánar tiltekið í Dresden í Þýskalandi, gagngert til að endurbyggja notaða lyftara. Viðbrögð markaðarins eru svo góð að nýja verksmiðjan annar ekki eftirspurn og nú þegar er í gangi mikil stækkun á verksmiðjunni og stefna þeir á að gera upp og selja yfir 4000 tæki á þessu ári. Hér fyrir neðan getur þú smellt á efri mydina til að fá bækling á Íslensku og neðri myndina til að sjá smá videó um hvernig endursmíðin hjá Jungheinrich fer fram.