Fréttir

Promens kaupir Jungheinrich lyftara

Nú í febrúar tók Promens ehf á Dalvík í notkun nýjan Jungheinrich EFG 113-MP raflyftara. Tækið er sérstaklega pantað fyrir verksmiðjuna á Dalvík og tekið tillit til þeirrar sérstöku starfsemi sem þar fer fram. Þessum lyftara er einkum ætlað að sinna mótalager verksmiðjunnar en hann er mikill að vöxtum enda framleiðsla Promens býsna fjölbreytt.

Promens er meðal þekktustu útflutningsfyrirtækja Íslendinga. Upphaf fyrirtækisins má rekja til þess er Sæplast hf. var stofnað árið 1984 á Dalvík. Allar götur síðan hefur framleiðsla á hverfissteyptum einangruðum umbúðakerum verið þungamiðjan í framleiðslu verksmiðjunnar og fyrirtækið verið í fararbroddi í heiminum í hönnun og framleiðslu á þessum vörum. Í upphafi þjónaði fyrirtækið fyrst og fremst viðskiptavinum í sjávarútvegi en síðan hafa aðrar greinar matvælaiðnaðar í auknum mæli tekið framleiðsluvörurnar í þjónustu sína.

Promens Dalvík er dótturfyrirtæki Promens hf. - stærsta hverfissteypufyrirtæki heims. Promens starfrækir verksmiðjur í mörgum löndum í heiminum; Evrópu; Norður Ameríku og Asíu. Umboðs- og dreifingaraðilar eru síðan að störfum um allan heim.

Þorsteinn Skaftason forstöðumaður viðhaldsdeildar Promens Dalvík stóð fyrir kaupum á lyftaranum. Að Sögn Þorsteins skoðuðu þeir markaðinn mjög vel áður en endanleg ákvörðun var tekin um val á tæki. Helstu ástæður þess að Jungheinrich EFG varð fyrir valinu nefnir hann ótrúlega lipurð lyftarans miðað við lyftigetu og lyftihæð, en þetta litla tæki fer með nærri eitt tonn í fimm metra hæð. Einnig réði það nokkru að auðvelt er að koma veltibúnaði með hliðarfærslu framan á tækið og samhæfa það við kerfi lyftarans.

VB Vörumeðhöndlun óskar Promens Dalvík til hamingju með nýja tækið!


Vélaborg ehf

Völuteigur 21 | 270 Mosfellsbær
Sími: +354 414 8600 | velaborg@velaborg.is

Opnunartímar


Verslun og söludeild, Völuteig 21, 270 Mosfellsbær

mán-fim 8.30-17.00 en Föstudagar 8:30-16:00

Þjónustuverkstæði Völuteig 21, Mosfellsbæ

mán-fim 8:00-16:00, fös 8-15.30

Vélaborg